Lífið

Klassísk skúffu­kaka að hætti Evu Lauf­eyjar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran byrjar árið á klassískri skúffuköku.
Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran byrjar árið á klassískri skúffuköku. Stöð 2

Matgæðingurinn og dagskrárgerðarkonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kann sitthvað fyrir sér í bakstrinum og deilir uppskrift að klassískri súkkulaðiköku með fylgjendum sínum á Instagram.

Uppskriftin er úr bók hennar Bakað með Evu. Fyrir áhugasama má sjá aðferðina hennar Evu Laufeyjar í færslunni hér að neðan.

Hráefni

  • 400 g sykur
  • 220 g hveiti
  • 120 g kakó
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 3 egg 
  • 2,5 dl súrmjólk
  • 2,5 dl heitt soðið vatn
  • 2 dl ljós olía
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð

Hitið ofninn í 180 °C (blástur). 

Setjið þurrefnin saman í skál. Sykur, hveiti, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.

Bætið eggjum, súrmjólk, soðnu vatni, olíu og vanillu saman við og þeytið áfram.

Setjið deigið í pappírsklædda ofnskúffu eða mót og bakið við 180 °C í 25 mínútur.

Kælið botninn mjög vel áður en þið setjið kremið ofan á.

Klassískt smjörkrem

  • 500 g smjör
  • 500 g flórsykur
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 3 msk kakó
  • 1 msk uppáhelt kaffi (má sleppa)
  • 2 tsk vanilludropar

Aðferð

Þeytið smjör við stofuhita í tvær til þrjár mínútur.

Bætið flórsykrinum saman við og þeytið áfram í þrjár mínútur. Munið að skafa meðfram hliðum einu sinni til tvisvar sinnum.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.

Bætið við vanilludropum, kakói og bræddu súkkulaði saman við flórsykurinn og smjörið og þeytið áfram í tvær mínútur.

Gott er að setja kaffi en ef þið viljið ekki smá kaffibragð þá sleggið þið því.

Þegar kremið er silkimjúkt er því dreift vel yfir skúffukökuna og það má gjarnan sáldra fínu kókosmjöli yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×