Ellefu metra há rennibraut á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2024 20:31 Sigfús Ingi (t.v.) og Ingvar Páll, sem eru mjög spenntir eins og aðrir íbúar í Skagafirði fyrir nýja sundlaugarsvæðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há. Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira