Sara eyðir klukkutíma á dag í súrefnisklefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:01 Sara Sigmundsdóttir leitar allra ráða til að ná sér af meiðslunum. Skjámynd/Youtube/3407 Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leitar þessa dagana allra ráða og allra leiða til að ná sér góðri af meiðslum sínum áður en nýtt tímabil hefst með CrossFit Open í næsta mánuði. Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira