Veður

Hlýju lofti á­fram beint til landsins úr suðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig.
Hiti á landinu í dag verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig. Vísir/Vilhelm

Lítil hreyfing er á veðrakerfunum þessa dagana þar sem er að finna hæð yfir Norðursjó og djúp lægð suður af Grænlandi sem beina enn hlýju lofti til landsins úr suðri.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það verði því suðlæg átt í dag, víða allhvass vindur eða strekkingur og súld eða rigning með köflum, en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi.

Útlit fyrir hvassa staðbundna sunnan vindstrengi á vesturhluta landsins í dag, til dæmis á norðanverðu Snæfellsnesi og getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Hiti á landinu í dag verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig, en þó getur orðið nokkuð hlýrra þar sem best lætur í hnjúkaþey.

Það er litlar breytingar að sjá til morguns, en á miðvikudag dregur úr vætu og kólnar heldur.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 10-18 m/s og rigning með köflum, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig.

Á miðvikudag: Suðlæg átt 8-18, hvassast í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Lítilsháttar væta, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 9 stig.

Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 og rigning, en lengst af þurrt um landið austanvert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Vestlæg átt og stöku skúrir eða slydduél, en þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Kólnar í veðri.

Á laugardag og sunnudag: Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suður- og vesturströndina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×