Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2024 13:32 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem segir að mikil uppbygging sé fram undan í Árnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. Það er ekkert lát á uppbyggingu í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru alltaf einhver spennandi verkefni í gangi. Nú er verið að vonast til að Hvammsvirkjun verði að veruleika og þá er verið að byggja Fjallaböðin í Þjórsárdal, ásamt gestastofu á svæðinu. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri segir að allt þetta kalli á húsnæði fyrir starfsfólk og aðrar sem vilja flytja í sveitarfélagið. Árnes sé sá staður sem á að byggja upp. „Við erum hér inn í Árnesi að fara að skipuleggja mikla byggð. Nú eru Fjallaböðin komin af stað hér í undirbúningi, sem opna hér 2026 en það munu hátt í annað hundruð störf skapast þar. Hér erum við að fara að skipuleggja byggð fyrir hundruð íbúða og við erum að fara næsta sumar að hefja byggingu á íþróttahúsi og stækka grunnskólann, þannig að það er fjölmargt fram undan,“ segir Haraldur. Þetta hljómar allt mjög spennandi. „Já, já, það eru spennandi tímar fram undan. Svo náttúrulega á sama tíma þá eru helstu virkjanaframkvæmdir, sem eru að fara af stað, þær eru að fara að eiga sér stað á þessu svæði, þannig að það verða gríðarleg umsvif hér, bæði í virkjanaframkvæmdum, samgöngum og svo uppbyggingu á íbúðum,“ segir Haraldur enn fremur. Hundruð íbúða verða byggðar í Árnesi á næstunni ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk mun byggja og flytja í Árnes? „Það verður nú væntanlega að megninu til það fólk, sem mun starfa við þau störf, sem skapast hérna. En það er náttúrulega mikið af störfum, sem eru að fara að skapast hér, staðbundin störf með tilkomu uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir Haraldur Þór. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Það er ekkert lát á uppbyggingu í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru alltaf einhver spennandi verkefni í gangi. Nú er verið að vonast til að Hvammsvirkjun verði að veruleika og þá er verið að byggja Fjallaböðin í Þjórsárdal, ásamt gestastofu á svæðinu. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri segir að allt þetta kalli á húsnæði fyrir starfsfólk og aðrar sem vilja flytja í sveitarfélagið. Árnes sé sá staður sem á að byggja upp. „Við erum hér inn í Árnesi að fara að skipuleggja mikla byggð. Nú eru Fjallaböðin komin af stað hér í undirbúningi, sem opna hér 2026 en það munu hátt í annað hundruð störf skapast þar. Hér erum við að fara að skipuleggja byggð fyrir hundruð íbúða og við erum að fara næsta sumar að hefja byggingu á íþróttahúsi og stækka grunnskólann, þannig að það er fjölmargt fram undan,“ segir Haraldur. Þetta hljómar allt mjög spennandi. „Já, já, það eru spennandi tímar fram undan. Svo náttúrulega á sama tíma þá eru helstu virkjanaframkvæmdir, sem eru að fara af stað, þær eru að fara að eiga sér stað á þessu svæði, þannig að það verða gríðarleg umsvif hér, bæði í virkjanaframkvæmdum, samgöngum og svo uppbyggingu á íbúðum,“ segir Haraldur enn fremur. Hundruð íbúða verða byggðar í Árnesi á næstunni ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk mun byggja og flytja í Árnes? „Það verður nú væntanlega að megninu til það fólk, sem mun starfa við þau störf, sem skapast hérna. En það er náttúrulega mikið af störfum, sem eru að fara að skapast hér, staðbundin störf með tilkomu uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir Haraldur Þór.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira