Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. vísir

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja.

Íslenskir aðgerðasinnar ætla að tjalda með Palestínumönnum á Austurvelli í nafni samstöðu. Samstöðufundur með Palestínumönnum fór fram í dag.

Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn til að bregðast við ástandinu á bráðamóttöku Landspítalans, sem hafi aldrei verið þyngra. Búast megi þó við að staðan verði áfram erfið út janúarmánuð.

Þá förum við yfir nýja könnun Maskínu, verðum í beinni útsendingu frá þrettándabrennu og hittum forystukindina Mæju sem er sólgin í mandarínur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×