Lífið

Upp­selt á fyrsta úr­slita­kvöld Idol

Boði Logason skrifar
Uppselt er á fyrsta úrslitakvöld Idol sem verður í beinni útsendingu í Fossaleyni næstkomandi föstudag. Saga Matthildur bar sigur úr býtum í fyrra.
Uppselt er á fyrsta úrslitakvöld Idol sem verður í beinni útsendingu í Fossaleyni næstkomandi föstudag. Saga Matthildur bar sigur úr býtum í fyrra. Vilhelm

Fyrsta úrslitakvöld Idol fer fram á föstudaginn næstkomandi í Fossaleyni. Um er að ræða fyrsta þáttinn sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2.

Um 500 manns komast að í salnum og er uppselt á fyrsta úrslitakvöldið. Örfáir miðar eru eftir á annað úrslitakvöldið.

Í gærkvöldi kom í ljós hvaða átta söngvarar etja kappi um að verða næsta Idol stjarna Íslands. Það eru þau Elísabet, Birgitta, Stefán Óli, Anna Fanney, Rakel, Björgvin, Jóna Margrét og Ólafur Jóhann.

Þessi etja kappi um að verða næsta Idol stjarna Íslands.Stöð 2

Hægt er að kaupa miða á úrslitakvöldin hér.


Tengdar fréttir

Idolkviss: Hvað veistu um Idol-stjörnuleit?

Hversu vel hefur þú fylgst með Idol-stjörnuleit í gegnum árin? Spreyttu þig í Idol-kvissinu til þess að komast að því. Að launum er montréttur fyrir góða frammistöðu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×