Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ljóst er að margir þurfa þó að sætta sig við langa bið þessa dagana þar sem fjöldi hefur þurft að leita á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Við ræðum við starfsmann borgarinnar í beinni sem stendur í ströngu við að salta götur og lumar á góðum ráðum.

Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Við fjöllum um málið auk þess sem framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga mætir í myndver og fer yfir áhrifin sem þetta hefur haft.

Við ræðum einnig við bæjarstjóra Hafnarfjarðar um hugmyndir um varnargarð vegna eldgosahættu, sjáum myndir frá vonskuveðri á Norðurlöndum og verðum í beinni frá Vínartónleikum Sinfóníunnar.

Í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér nýjasta heilsuæðið en þar er lögð áhersla á rétta samsetningu matarins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×