Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 18:34 Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018. Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018.
Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira