Bróðir Hemma: „Ég er ofboðslega sár yfir þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 17:21 Ragnar er afar ósáttur við að bróður hans hafi brugðið fyrir í áramótaskaupinu á gamlárskvöld. Ragnar Gunnarsson, bróðir Hermanns heitins Gunnarssonar, segist mjög sár yfir innkomu Hemma í Áramótaskaupið. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik. Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik.
Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira