Bróðir Hemma: „Ég er ofboðslega sár yfir þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 17:21 Ragnar er afar ósáttur við að bróður hans hafi brugðið fyrir í áramótaskaupinu á gamlárskvöld. Ragnar Gunnarsson, bróðir Hermanns heitins Gunnarssonar, segist mjög sár yfir innkomu Hemma í Áramótaskaupið. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik. Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik.
Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira