Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu tólf.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu tólf.

Fráfarandi forseti, fatasöfnun, orkumál og áramót í Grindavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hitti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í morgun. Guðni hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri.

Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun Rauða Krossins á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum sínum. Ný lög kveða á um að safna skulu textíl á öllum stöðvum en því álagi annar Rauði krossinn ekki. Samtökin rekja nítján fataverslanir um allt land.

Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir formanni Samtaka iðnaðarins, sem hefur sakað hana um vanhæfi, á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum.

Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×