Gist á 23 heimilum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 10:57 Frá framkvæmdum í Grindavíkurbæ. Vísir/Einar Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. Íbúar Grindavíkur máttu gista í bænum yfir hátíðarnar og komast þeir inn og út úr bænum allan sólarhringinn. Þetta fyrirkomulag heldur áfram nú eftir hátíðarnar, að minnsta kosti þar til nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands verður gefið út eftir þrjá daga, föstudaginn 5. janúar. Flugeldar í Grindavík Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hátíðarnar hafa gengið vel í Grindavík. „Ég held það hafi verið sofið í 23 húsum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdag. Allt gekk vel, skotið upp flugeldum og enginn vandræðagangur,“ segir Úlfar. Úlfar ítrekar að hann ráðleggi Grindvíkingum frá því að dvelja í bænum þessa dagana. Landris sé stöðugt og eldgos gæti hafist nálægt bænum með skömmum fyrirvara. Íbúar séu því í bænum á eigin ábyrgð. „Eins og ég hef sagt og sagði um daginn, þá hvet ég fólk ekki til þess að gista í bænum en íbúar eru þarna á eigin ábyrgð. Mínir starfsmenn, ég treysti þeim til að vera þarna. En það getur breyst hratt. Við teljum okkur hafa þokkalegt svigrúm til að bregðast við ef það fer að gjósa þarna á svipuðum slóðum. En bara ógerningur að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Úlfar. Gætu byrjað að reisa varnargarða eftir hádegi Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Gert er ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum. Vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Íbúar Grindavíkur máttu gista í bænum yfir hátíðarnar og komast þeir inn og út úr bænum allan sólarhringinn. Þetta fyrirkomulag heldur áfram nú eftir hátíðarnar, að minnsta kosti þar til nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands verður gefið út eftir þrjá daga, föstudaginn 5. janúar. Flugeldar í Grindavík Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir hátíðarnar hafa gengið vel í Grindavík. „Ég held það hafi verið sofið í 23 húsum á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdag. Allt gekk vel, skotið upp flugeldum og enginn vandræðagangur,“ segir Úlfar. Úlfar ítrekar að hann ráðleggi Grindvíkingum frá því að dvelja í bænum þessa dagana. Landris sé stöðugt og eldgos gæti hafist nálægt bænum með skömmum fyrirvara. Íbúar séu því í bænum á eigin ábyrgð. „Eins og ég hef sagt og sagði um daginn, þá hvet ég fólk ekki til þess að gista í bænum en íbúar eru þarna á eigin ábyrgð. Mínir starfsmenn, ég treysti þeim til að vera þarna. En það getur breyst hratt. Við teljum okkur hafa þokkalegt svigrúm til að bregðast við ef það fer að gjósa þarna á svipuðum slóðum. En bara ógerningur að segja hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Úlfar. Gætu byrjað að reisa varnargarða eftir hádegi Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Gert er ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum. Vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2023 11:31
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04