Innlent

Séra Ninna Sif og séra Guð­mundur Karl bætast í hópinn

Árni Sæberg skrifar
Séra Guðmundur Karl og séra Ninna Sif gefa kost á sér.
Séra Guðmundur Karl og séra Ninna Sif gefa kost á sér. Vísir

Þau séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson munu gefa kost á sér í embætti biskups Íslands, að því gefnu að þau hljóti nægilega margar tilnefningar.

Þetta staðfesta þau bæði í samtali við Morgunblaðið. Séra Ninna Sif hefur verið sóknarprestur í Hveragerði frá árinu 2019 og séra Guðmundur Karl hefur þjónað Lindakirkju í Kópavogi frá árinu 2002.

Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju.

Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×