Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í áramótaávarpi sínu í dag að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir forsetakosningar í sumar. Margir landsmenn segjast munu sakna Guðna en aðrir segja ákvörðunina engu skipta.

Jarðskjálfti upp á 7,6 að stærð reið yfir Japan í morgun. Fjöldi stórra skjálfta hefur fylgt á eftir og miklar flóðbylgjur hafa skollið á vesturströnd landsins. Þrjátíu þúsund heimili eru rafmagnslaus og sum án rennandi vatns.

Fjórtán Íslendingar, sjö karlar og sjö konur, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Reynir Pétur Steinunnarson garðyrkjubóndi er einn þeirra, fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist aldrei hafa verið viss um að hann væri mikils virði en nú sé svarið komið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×