Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. desember 2023 15:55 Kristrún Frostadóttir er líklegt forsætisráðherra efni ef marka má könnun Maskínu Vísir/Hulda Margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan. Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan.
Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira