Lífið

Sagði Patrik lé­legan að syngja: „Hélstu bara að ég myndi ekki heyra af þessu?“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Patrik Atlason og Bríet Ísis eru meðal vinsælustu tónlistarmanna Íslands um þessar mundir.
Patrik Atlason og Bríet Ísis eru meðal vinsælustu tónlistarmanna Íslands um þessar mundir.

Söngdrottningin Bríet varð nokkuð vandræðaleg í stjörnuleik spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss á Stöð 2 í gærkvöld þar sem árið 2023 var gert upp. Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, rifjaði upp gagnrýni frá Bríet þegar hann var að hefja ferilinn í ársbyrjun 2023.

Keppendur gærkvöldsins voru landsþekktir grínistar í bland við stjörnur sem skinu skært á árinu. Liðin tvö skipuðu Steindi Jr., Saga Garðarsdóttir, Bríet ISIS annars vegar og Söndru Barilli, Dóra DNA og Patrik Snæ Atlason hins vegar.

Í byrjun þáttarins sagði Patrik sögu af því þegar hann var nýbyrjaður að troða upp í byrjun árs.

„Ég var nýbyrjaður að gigga, þetta var eitt af mínum fyrstu giggum. Ég kem þarna inn og er að reyna mitt besta að syngja. Svo sé ég að Bríet er þarna í crowdinu, og ég hugsa bara geðveikt og kveð svo,“ sagði Patrik og hélt áfram:

„Þá kemur Bríet upp á svið og segir: Jæja eruð þið tilbúin að heyra einhvern sem kann að syngja.

Hélstu bara að ég myndi ekki heyra af þessu?“ spurði Patrik Bríeti. 

Óhætt er að segja að Bríet hafi orðið afar vandræðaleg. 

Dóri DNA greip orðið og spurði hneykslaður: „Bríet sagðirðu þetta?“ 

„Ég var bara í gír, ég var í karakter. Fyrirgefðu Patti. Ég meinti ekkert með þessu. Þú veist að ég elska þig,“ sagði Bríet á einlægum nótum.

Þá sagðist hún eiga það til að segja fólki að það sé lélegt að syngja þegar það er nýkomið á svið.

Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×