Lífið

JóiPé og Molly Mitchell nýtt par

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jói Pé og Molly virðast svífa um á bleiku skýi.
Jói Pé og Molly virðast svífa um á bleiku skýi.

Tónlistarmaðurinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, hefur fundið ástina í örmum leikkonunnar og dansarans, Molly Carol Birnu Mitchell.

JóiPé varð landsfrægur á svo til einni nóttu með lögunum, Ég vil það og B.O.B.A, ásamt félaga sínum Króla árið 2017. En þeir voru verðlaunaðir fyrir það síðastnefnda á Hlustendaverðlaununum 2018.

Jói einbeitir sér nú að sólóferlinum og gaf út sína fyrstu sólóplötu Fram í rauðan dauðann í október 2022.

Molly fór með hlutverk í söngleiknum Chicago í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu sem var frumsýndur 27. janúar síðastliðinn.

Chicago var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi.


Tengdar fréttir

Kvíði er vani fyrir mér

Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel.

Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara

Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×