Tvíeyki tók gaskúta Grindvíkinga ófrjálsri hendi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:31 Óprúttnir aðilar hafa látið greipar sópa á sólpöllum Grindvíkinga í fjarveru þeirra. Vísir/Arnar Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast. „Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“ Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“
Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54