Innlent

Leita vitna að slysi sem varð í októ­ber í fyrra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan leitar vitna að slysinu sem varð 15. október.
Lögreglan leitar vitna að slysinu sem varð 15. október. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum leitar vitna að umferðarslysi sem varð í Reykjanesbæ. Slysið varð fyrir rúmu ári síðan.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögregluumdæmisins. Þar kemur fram að slysið hafi átt sér stað 15. október 2022 í Reykjanesbæ þegar ekið var á mann á rafhlaupahjóli á gatnamótum Norðurtúns og Skólavegar. 

Lögregla hafi ekki verið kölluð til vegna slyssins á sínum tíma, og því skorti hana upplýsingar um málið.

„Ef einhver kannast við þetta þá endilega hafið samband við okkur annaðhvort með símtali eða tölvupósti.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×