Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær.

Við hittum fjölskylduna og fylgjumst með jólaundirbúningi í stórskemmdu húsi hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsmenn standa í vegi fyrir því að neyðarbirgðir og önnur aðstoð berist inn á Gasa. Nærri áttatíu manns úr sömu fjölskyldu féllu í einni mannskæðustu loftárás Ísraelsmanna frá upphafi stríðs.

Við verðum í beinni útsendingu frá hinni árlegu friðargöngu sem gengin er niður Laugaveginn. Átökin á Gasa verða eflaust ofarlega í hugum margra í göngunni þetta árið. 

Þá kíkjum við í skötuveislu í Múlakaffi, þar sem fullt var út úr dyrum í dag, og heimsækjum eitt skrautlegasta jólahús landsins. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×