Lífið

Bergrún Íris og Kol­brún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dá­semd“

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Parið opinberaði samband sitt á dögunum.
Parið opinberaði samband sitt á dögunum. Instagram

Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 

Bergrún Íris er einn fremsti barnabókahöfundur landsins. Hún hlaut Barna- og ung­menna­bóka­verðlaun Vestn­or­ræna ráðsins fyr­ir bók sína Lang­elst­ur að ei­lífu árið 2020 og Íslensku bók­mennta­verðlaun­in fyr­ir sömu bók árið 2019. Fyrir bókina Kennarinn sem hvarf hlaut hún Barna­bóka­verðlaun Guðrún­ar Helga­dótt­ur og Fjöruverðlaunin árið 2019. Bergrún  Íris var útnefnd Bæj­arlistamaður Hafn­ar­fjarðar árið 2020.

Kolbrún Ósk deilir bókmenntaáhuganum með Bergrúnu en samkvæmt Facebook síðu hennar starfar hún sem bókastjóri hjá Bókabeitunni. Kolbrún hefur einnig starfað hjá Storytel, Heimkaup og Forlaginu. 

Náinn vinskapur þróaðist yfir í ástarsamband

Smartland greindi frá því í október að Bergrún og fyrrum eiginmaður hennar, Andri Ómars­son, verk­efn­astjóri markaðsmá­la og upp­lif­un­ar hjá Isa­via, væru skilin.

Samkvæmt heimildum fréttstofu hafa þær Bergrún Íris og Kolbrún verið nánar vinkonur í fjölda ára. Vinskapur þeirra hefur greinilega þróast undanfarið en þær opinberuðu ástarsamband sitt á dögunum. Kolbrún birti mynd af þeim saman á samfélagsmiðlinum Instagram með yfirskriftinni:

„Soldið mikið skotin í þessari dásemd“

Instagram


Tengdar fréttir

Setti þrjú vatnsglös á borðið en bjórglas fyrir mömmu sína

Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir setti tappann í flöskuna og hvetur aðra til að fara eftir sínu fordæmi. Hún lýsir lífinu áður en hún hætti að drekka eins og að reyna að lifa lífinu með vanstillt útvarp.

Með markhópinn inni á heimilinu

Kennarinn sem hvarf heitir handritið sem Bergrún Íris hlaut verðlaunin fyrir. Hún segir það tala beint inn í samtímann og snjallsímar komi mikið við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×