Lífið

Bríet og Herra Hnetu­smjör rifust: „Hún er svo leiðin­legur karakter“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill hiti í Idolinu í gærkvöldi.l
Mikill hiti í Idolinu í gærkvöldi.l

Fimmti þátturinn af Idol var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi. Dómararnir fengu vægast sagt erfitt verkefni sem var að skera hópinn enn meira niður.

Fyrir þáttinn í gær var búið að skipta hópnum upp í fjögurra manna teymi og áttu keppendur að flytja lag saman sem hópur. Það gekk vel fyrir suma og ekki eins vel fyrir aðra.

Það má með sanni segja að dómararnir hafi ekki beint verið sammála um hverjir ættu að halda áfram í keppninni og skapaðist rifrildi milli Bríetar og Herra Hnetusmjörs sem endaði með því að rapparinn gekk í burtu.

Árni vildi til að mynda einn keppanda áfram en þá sagði Bríet: „Hún er svo leiðinlegur karakter.“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en áskrifendur geta séð alla Idol-þættina í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Bríet og Herra Hnetusmjör rifust

Fleiri fréttir

Sjá meira


×