Ver jólunum í faðmi kærastans Boði Logason skrifar 21. desember 2023 14:28 Páll Óskar er ástfanginn upp fyrir haus og ætlar að verja jólunum í faðmi kærastans. Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins. Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins.
Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“