Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Áfram dregur úr krafti eldgossins í Sundhnúkagígum. Afar skammur tími leið frá fyrstu merkjum um gos og þar til gosið sjálft hófst. Almannavarnir segja Grindvíkinga ekki fá að gista heima í það minnsta fyrr en gosinu lýkur.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Víði Reynisson yfirlögregluþjón um stöðuna og við förum yfir nýtt hættumatskort Veðurstofunnar í beinni. Þá mætir Kristján Már Unnarsson í myndver og fer yfir breytingar á gosinu. Við heyrum einnig í Grindvíkingi sem segir íbúa bæjarfélagsins í erfiðri stöðu.

Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að skipa fyrrverandi aðstoðarmann sinn sem sendiherra í Washington hefur sætt töluverðri gagnrýni. Við heyrum í utanríkisráðherra um málið og ræðum við Ólaf Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í beinni.

Þá kynnum við okkur nýtt snjallforrit ASÍ sem auðveldar verðsamanburð á milli verslana og kíkjum í sædýrasafnið í Lundúnum þar sem dýrin fengu jólaglaðning.

Í Íslandi í dag hittir Vala Matt myndlistarkonu á Akureyri sem notar gamla kassa og gamalt dót sem jólaskreytingar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×