Innlent

Fjöl­­sóttar bæna­­stundir vegna al­var­legs bíl­slyss

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bænastund var haldin í Ísafjarðarkirkju í gær vegna alvarlegs umferðarslyss fyrir um viku síðan.
Bænastund var haldin í Ísafjarðarkirkju í gær vegna alvarlegs umferðarslyss fyrir um viku síðan. Vísir/Egill

Fjölmennar bænastundir voru haldnar á þremur stöðum í gær vegna alvarlegs bílslyss fyrir tæpri viku síðan. Kona á sjötugsaldri lést í slysinu. Tvö liggja enn þungt haldin á spítala.

Séra Magnús Erlingsson, prestur í Ísafjarðarkirkju, segir slíkar bænastundir skipta miklu máli fyrir aðstandendur.

„Það var mjög vel sótt,“ segir Magnús en foreldrar annars sem slasaðist í bílslysinu eru ættuð frá Ísafirði.

„Við ákváðum að vera með í þessu. Þetta er erfiður tími svona rétt fyrir jól og við vildum með þessu sýna samstöðu,“ segir Magnús en bænastundir voru einnig haldnar á sama tíma í Kolbeinsstaðakirkju og í kirkju í Dölunum.

Magnús segir að spiluð hafi verið tónlist og sungið og kveikt á kertum. „Eftir það leiddi ég söfnuðinn í bæn. Athöfnin var um 40 mínútur. Það er mjög gott að geta beðið fyrir öðrum og hugsað til fólks sem manni þykir vænt um.“

Gunnar Eiríkur Hauksson, prestur í Stykkishólmi, sá um bænastundina í Kolbeinsstaðarkirkju og segir hana einnig hafa verið vel sótta. 

Einn látinn og tveir fluttir með þyrlu

Lögreglan á Vesturlandi tilkynnti á fimmtudag í síðustu viku að einn hefði látist í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi móts við Skipsnes á miðvikudag. Tveir hefðu verið fluttir til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Konan sem lést í slysinu hét Jóninna Huld Haraldsdóttir og var búsett á Hvanneyri.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×