Innlent

Yfir­buguð af sérsveit eftir árangurs­lausar samninga­við­ræður

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Aðgerðum lauk rétt fyrir klukkan 17 í dag.
Aðgerðum lauk rétt fyrir klukkan 17 í dag. Vísir/Sigurjón

Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Nokkur viðbúnaður var á vettvangi en í Bæjarhrauni er starfrækt búsetuúrræði á vegum ríkisslögreglustjóra.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að mat lögreglu hafi verið þannig að mikil hætta væri á því að konan myndi skaða sjálfa sig og því hafi verið tekin ákvörðun um að yfirbuga hana.

Konan var í framhaldi flutt til aðhlynningar á slysadeild en í tilkynningu segir að ekki sé unnt að greina nánar frá málavöxtum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan borin út úr húsnæðinu á börum en ekki er vitað um líðan hennar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×