Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 20:00 Fimmmenningarnir tóku Iceguys lög og svo lög úr eigin safni. IceGuys Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag. Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag.
Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56
Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09