Logi Bergmann í banastuði á sveittum tónleikum Auðuns Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2023 09:01 Stemmningin var mikil á tónleikunum og símarnir á lofti enda langt frá því að Auðunn Lúthersson tróð upp hér á landi. Auðunn Lúthersson er mættur til landsins og tróð upp fyrir fullu húsi í Iðnó á laugardagskvöldið. Fremstur í flokki tónleikagesta var sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann sem skemmti sér konunglega. Mikil stemmning var á meðal tónleikagesta á meðan Auðunn fór á kostum á sviðinu. Logi sveiflaði sér í góðum takti á gólfinu eins og aðrir gestir en stuðið var mikið. Sviðinu í Iðnó var aðeins breytt og stækkað til hliðar sem Auðunn nýtti sér í lifandi sviðsframkomu. Svitinn var mikill á dansgólfinu og vonandi að einhverjir hafi hreinilega náð að svitna af sér jólastressið. „Ógleymanlegt. Takk x 1000,“ skrifar Auðunn í story á Instagram eftir tónleikana. Auðunn tók alla sína frægustu slagara eins og Freðinn, Enginn eins og þú og líka nýrri lög sem hann hefur samið í Los Angeles þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin misseri. Logi hefur sömuleiðis verið nokkuð utan sviðsljóssins hér á landi eftir langan feril í fjölmiðlum. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Í Bandaríkjunum fann Auðunn einmitt ástina og er kærastan hans Cassandra með honum hér á landi og eflaust verið stolt af sínum manni um helgina. Auðunn stefnir á að sýna sinni heittelskuðu hvað Ísland hefur upp á að bjóða í kringum jól og áramót. Má telja líklegt að parið skelli sér í Sundhöllina en Auðunn er mikill áhugamaður um sund eins og systir hans, sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir. Auðunn gaf á dögunum út lagið Í hjartanu yfir harið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála á Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ sagði Auðunn við Vísi á dögunum. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Logi Bergmann aftur á skjánum Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Mikil stemmning var á meðal tónleikagesta á meðan Auðunn fór á kostum á sviðinu. Logi sveiflaði sér í góðum takti á gólfinu eins og aðrir gestir en stuðið var mikið. Sviðinu í Iðnó var aðeins breytt og stækkað til hliðar sem Auðunn nýtti sér í lifandi sviðsframkomu. Svitinn var mikill á dansgólfinu og vonandi að einhverjir hafi hreinilega náð að svitna af sér jólastressið. „Ógleymanlegt. Takk x 1000,“ skrifar Auðunn í story á Instagram eftir tónleikana. Auðunn tók alla sína frægustu slagara eins og Freðinn, Enginn eins og þú og líka nýrri lög sem hann hefur samið í Los Angeles þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin misseri. Logi hefur sömuleiðis verið nokkuð utan sviðsljóssins hér á landi eftir langan feril í fjölmiðlum. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Í Bandaríkjunum fann Auðunn einmitt ástina og er kærastan hans Cassandra með honum hér á landi og eflaust verið stolt af sínum manni um helgina. Auðunn stefnir á að sýna sinni heittelskuðu hvað Ísland hefur upp á að bjóða í kringum jól og áramót. Má telja líklegt að parið skelli sér í Sundhöllina en Auðunn er mikill áhugamaður um sund eins og systir hans, sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir. Auðunn gaf á dögunum út lagið Í hjartanu yfir harið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála á Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ sagði Auðunn við Vísi á dögunum.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Logi Bergmann aftur á skjánum Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14
Logi Bergmann aftur á skjánum Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. 26. maí 2023 08:01