Innlent

FFR og hafnar­verka­menn styðja verk­fall flug­um­ferðar­stjóra

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flugmálastarfsmenn ríkisins og hafnarverkamenn hafa lýst yfir stuðningi á hendur flugumferðarstjórum.
Flugmálastarfsmenn ríkisins og hafnarverkamenn hafa lýst yfir stuðningi á hendur flugumferðarstjórum. Isavia

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins styður kjarabaráttu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Það kemur fram í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag.

„Félag flugmálastarfsmanna tekur undir yfirlýsingu Félags hafnarverkamanna og ítrekar að launaliðurinn sé bara einn liður í kjaraviðræðum. Það er margt annað sem samningsaðilar geti strandað á,“ segir í tilkynningunni.

Flestir starfsmenn innan Félags flugmálastarfsmanna starfa hjá Isavia og dótturfélögum.

Hafnarverkamenn taka undir

Félag hafnarverkamanna gaf einnig frá sér stuðningsyfirlýsingu í dag. Hafnarverkamenn segir verkfallsrétt verkafólks og vinnuafls á Íslandi „algjört skilyrði þess að jafnvægi ríki á milli atvinnurekanda og launþega.“

„Stjórn FHVÍ vill líka nefna að “við erum ekki öll á sama báti” setning sem vinsælt er á meðal þeirra valdameiri og auðugu að grípa til þegar við verkafólk eigum að taka á okkur stærri skellinn þegar á bjátar í hagkerfinu,“ segir í tilkynningu Félags hafnarverkamanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×