Lífið

Dánar­or­sök Matthew Perry ljós

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Niðurstöður krufningar og blóðrannsóknar réttarlæknis hafa verið birtar.
Niðurstöður krufningar og blóðrannsóknar réttarlæknis hafa verið birtar. Matt Sayle/AP

Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Réttarlæknadeild Los Angeles-sýslu birti í dag niðurstöður blóðrannsóknar sem gerð var á Perry við andlát hans. Hann hafði hafið ketamínmeðferð einni og hálfri viku áður en hann lést. Þó kom fram að ketamínið í blóði hans hafi ekki verið vegna þessarar meðferðar vegna þess að helmingunartími ketamíns er ekki nema þrjár til fjórar klukkustundir. Það gefur til kynna að hann hafi innbyrt lyfið eftir að hann hafi tekið skammtinn sem honum var ráðlagt að taka af lækni.

TMZ greinir frá því að engin ummerki um áfengis-, amfetamíns, kókaíns-, heróíns-, englaryks- eða fentanýlnotkun fundust á heimili hans. Formleg dánarorsök Perry var hjartaáfall og öndunarstop af völdum lyfsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×