Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 06:36 Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49