Félagsfundur boðaður: Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 09:52 Noa Kirel söng fyrir hönd Ísrael í Eurovision í fyrra. Hún endaði í þriðja sæti. Getty/Aaron Chown Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, FÁSES, hefur boðað til félagsfundar til þess að ræða ályktun félagsins um þátttöku Ísrael í Eurovision. Ósætti ríkir meðal hluta félagsmanna vegna afstöðuleysis félagsins. Greint er frá fundarboðinu í færslu á vef FÁSES. Þar segir að fundurinn verði haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 20. desember. Umræðuefnið verður ályktun stjórnar FÁSES sem samþykkt var fyrir helgi. Þar kom fram félagið tæki ekki afstöðu til áskorana um sniðgöngu Eurovision 2024 en hvatt hefur verið til sniðgöngu vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna átaka þeirra og Palestínumanna. „Kjósi RÚV að senda fulltrúa á Eurovision 2024 mun FÁSES, eins og hin fyrri ár, standa þétt að baki íslenska framlaginu. Stjórn FÁSES virðir afstöðu félaga til málsins,“ segir í ályktuninni. Ályktunin vakti litla kátínu meðal nokkurra meðlima FÁSES og hófust miklar umræður um málið inni á Facebook-hópnum Júróvisjón 2024 en það er hópur fyrir alla aðdáendur keppninnar. Inga Auðbjörg K. StraumlandAðsend „Hver er munurinn á Ísrael og Rússlandi en eins og kemur fram í fréttinni vildi Fáses að Rússlandi yrði vikið úr keppninni á sínum tíma,“ skrifaði einn meðlima í hópinn. Inga Auðbjörg Straumland, formaður stjórnar Siðmenntar, birti einnig færslu þar sem hún segir það miður að FÁSES vilji ekki taka afstöðu í málinu. Hún óskaði eftir því að haldinn væri félagsfundur til að ræða málið frekar. Hún fékk ósk sína uppfyllta. „Blíðu og stríðu“ stingur í augun Inga tjáir sig um ályktunina í umræðum um málið á Facebook. „Stjórnin hefur nú birt ályktun sína á vef sínum og um leið og ég skil að hér eru sjálfboðaliðar sem bjóða sig fram til forystu í félagi sem aðallega snýst um glimmer og gleði, þá verð ég að viðurkenna að ályktunin veldur mér talsverðum vonbrigðum,“ segir Inga. „Mér finnst ekki við hæfi að nota orðalag eins og blíðu og stríðu í tilfelli þar sem verið er að framkvæma þjóðarmorð.“ Þá finnist henni undarlegt að segjast „virða afstöðu félaga til málsins“. „Hver er afstaðan sem stjórn segist virða? Virðir hún allar afstöður allra félaga? Það er hægt að virða fólk og rétt þeirra til að hafa alls konar afstöðu, en það er ekki mjög heillavænlegt að virða afstöðu út í loftið; afstöður sem geta falið í sér stuðning við ofbeldi og ofríki,“ segir Inga. Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn Henni finnist mjög miður að stjórn FÁSES taki ekki afstöðu með mannréttindum, og sláist í lið þeirra sem skora á RÚV að nota röddina sína á alþjóðavettvangi. Þá finnur hún frekar að texta á vef FÁSES þar sem fjallað er um ályktunina. Þar segir „að baki þessum ályktunum liggur það sjónarmið að í FÁSES er að finna breiðan hóp fólks með ólíkar skoðanir.“ Inga segir ekki beinlínis vera skoðun hvort það sé heppilegt að börn séu myrt eða ekki. „Vissulega á félagið að geta rúmað fólk með ólíkar skoðanir, og ef við værum að ræða hvort það ætti að vísa bæði Palestínu og Ísrael úr keppni, eða bara annarri þjóðinni, þá værum við mögulega að ræða pólitík. En staðreyndin er sú að bara önnur þjóðin fær að taka þátt í keppninni, því bara önnur þjóðin nýtur sjálfstæðis og mannréttinda. Það er dregur enga flokkspólitíska línu að krefjast þess að ríki sem framkvæmir fjöldamorð á börnum fái ekki að bleikþvo sig með popplagi fyrir allra augum.“ Hún sjái ekkert í samþykktum félagsins sem heimili ekki stjórn eða félagsfundi að álykta gegn mannréttindabrotum. Hún hvetur til þess að FÁSES geri það með skýrum hætti, en ekki óljósum friðarboðskap. Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Skora á RÚV og vilja Ísrael út Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 12. desember 2023 08:44 Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Greint er frá fundarboðinu í færslu á vef FÁSES. Þar segir að fundurinn verði haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 20. desember. Umræðuefnið verður ályktun stjórnar FÁSES sem samþykkt var fyrir helgi. Þar kom fram félagið tæki ekki afstöðu til áskorana um sniðgöngu Eurovision 2024 en hvatt hefur verið til sniðgöngu vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna átaka þeirra og Palestínumanna. „Kjósi RÚV að senda fulltrúa á Eurovision 2024 mun FÁSES, eins og hin fyrri ár, standa þétt að baki íslenska framlaginu. Stjórn FÁSES virðir afstöðu félaga til málsins,“ segir í ályktuninni. Ályktunin vakti litla kátínu meðal nokkurra meðlima FÁSES og hófust miklar umræður um málið inni á Facebook-hópnum Júróvisjón 2024 en það er hópur fyrir alla aðdáendur keppninnar. Inga Auðbjörg K. StraumlandAðsend „Hver er munurinn á Ísrael og Rússlandi en eins og kemur fram í fréttinni vildi Fáses að Rússlandi yrði vikið úr keppninni á sínum tíma,“ skrifaði einn meðlima í hópinn. Inga Auðbjörg Straumland, formaður stjórnar Siðmenntar, birti einnig færslu þar sem hún segir það miður að FÁSES vilji ekki taka afstöðu í málinu. Hún óskaði eftir því að haldinn væri félagsfundur til að ræða málið frekar. Hún fékk ósk sína uppfyllta. „Blíðu og stríðu“ stingur í augun Inga tjáir sig um ályktunina í umræðum um málið á Facebook. „Stjórnin hefur nú birt ályktun sína á vef sínum og um leið og ég skil að hér eru sjálfboðaliðar sem bjóða sig fram til forystu í félagi sem aðallega snýst um glimmer og gleði, þá verð ég að viðurkenna að ályktunin veldur mér talsverðum vonbrigðum,“ segir Inga. „Mér finnst ekki við hæfi að nota orðalag eins og blíðu og stríðu í tilfelli þar sem verið er að framkvæma þjóðarmorð.“ Þá finnist henni undarlegt að segjast „virða afstöðu félaga til málsins“. „Hver er afstaðan sem stjórn segist virða? Virðir hún allar afstöður allra félaga? Það er hægt að virða fólk og rétt þeirra til að hafa alls konar afstöðu, en það er ekki mjög heillavænlegt að virða afstöðu út í loftið; afstöður sem geta falið í sér stuðning við ofbeldi og ofríki,“ segir Inga. Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn Henni finnist mjög miður að stjórn FÁSES taki ekki afstöðu með mannréttindum, og sláist í lið þeirra sem skora á RÚV að nota röddina sína á alþjóðavettvangi. Þá finnur hún frekar að texta á vef FÁSES þar sem fjallað er um ályktunina. Þar segir „að baki þessum ályktunum liggur það sjónarmið að í FÁSES er að finna breiðan hóp fólks með ólíkar skoðanir.“ Inga segir ekki beinlínis vera skoðun hvort það sé heppilegt að börn séu myrt eða ekki. „Vissulega á félagið að geta rúmað fólk með ólíkar skoðanir, og ef við værum að ræða hvort það ætti að vísa bæði Palestínu og Ísrael úr keppni, eða bara annarri þjóðinni, þá værum við mögulega að ræða pólitík. En staðreyndin er sú að bara önnur þjóðin fær að taka þátt í keppninni, því bara önnur þjóðin nýtur sjálfstæðis og mannréttinda. Það er dregur enga flokkspólitíska línu að krefjast þess að ríki sem framkvæmir fjöldamorð á börnum fái ekki að bleikþvo sig með popplagi fyrir allra augum.“ Hún sjái ekkert í samþykktum félagsins sem heimili ekki stjórn eða félagsfundi að álykta gegn mannréttindabrotum. Hún hvetur til þess að FÁSES geri það með skýrum hætti, en ekki óljósum friðarboðskap.
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Skora á RÚV og vilja Ísrael út Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 12. desember 2023 08:44 Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Skora á RÚV og vilja Ísrael út Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 12. desember 2023 08:44
Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36