Einn ástsælasti tónlistarmaður Norðmanna látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2023 07:01 Ole Paus á tónleikum á Manefestivalen í Fredrikstad í júlí síðastliðinn. Getty Einn ástsælandi vísnasöngvari Norðmanna, Ole Paus, er látinn, 76 ára að aldri. Norskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Paus hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsinu í Drammen í nótt. Ole Paus fékk heilablóðfall í haust og segir sonur hans að Paus hafi aldrei jafnað sig. Paus er talinn hafa haft mikil áhrif á norskt tónlistarlíf en hann á samdi flutti lög á borð við Innerst i sjelen og Mitt lille land sem fyrir löngu eru orðin sígild í Noregi. Lagið Mitt lille land samdi Paus upprunalega árið 1994 í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um hvort Noregur ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu, en Paus barðist á sínum tíma fyrir ESB-aðild landsins. Lagið varð svo aftur vinsælt í tengslum við sorgarferli Norðmanna í kjölfar fjöldamorðsins og hryðjuverkanna í Osló og Útey árið 2011, þá í flutningi Maria Mena, Maria Solheim og Susanne Sundfør og svo Paus sjálfs. Paus hóf tónlistarferil sinn í kringum árið 1970 og hefur um áratuga skeið verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, en hann átti meðal annars farsælt samstarf með tónlistarmanninum Jonas Fjeld. Hann vann á ferli sínum til fjölda verðlauna og er í hópi handhafa Spellemannprisen sem talin eru virtustu tónlistarverðlaun Norðmanna. Auk þess að vera tónlistarmaður starfaði hann sem þáttastjórnandi, rithöfundur og leikari. Noregur Andlát Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Paus hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsinu í Drammen í nótt. Ole Paus fékk heilablóðfall í haust og segir sonur hans að Paus hafi aldrei jafnað sig. Paus er talinn hafa haft mikil áhrif á norskt tónlistarlíf en hann á samdi flutti lög á borð við Innerst i sjelen og Mitt lille land sem fyrir löngu eru orðin sígild í Noregi. Lagið Mitt lille land samdi Paus upprunalega árið 1994 í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um hvort Noregur ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu, en Paus barðist á sínum tíma fyrir ESB-aðild landsins. Lagið varð svo aftur vinsælt í tengslum við sorgarferli Norðmanna í kjölfar fjöldamorðsins og hryðjuverkanna í Osló og Útey árið 2011, þá í flutningi Maria Mena, Maria Solheim og Susanne Sundfør og svo Paus sjálfs. Paus hóf tónlistarferil sinn í kringum árið 1970 og hefur um áratuga skeið verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, en hann átti meðal annars farsælt samstarf með tónlistarmanninum Jonas Fjeld. Hann vann á ferli sínum til fjölda verðlauna og er í hópi handhafa Spellemannprisen sem talin eru virtustu tónlistarverðlaun Norðmanna. Auk þess að vera tónlistarmaður starfaði hann sem þáttastjórnandi, rithöfundur og leikari.
Noregur Andlát Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira