Innlent

Versta klúður ársins 2023

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Óperan Madame butterfly, huldumaður sem gekk örna sinna á bíl í Kópavogi og klósettferð Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur er á meðal þess sem getið er í klúðurannálnum 2023.
Óperan Madame butterfly, huldumaður sem gekk örna sinna á bíl í Kópavogi og klósettferð Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur er á meðal þess sem getið er í klúðurannálnum 2023.

Öllum varð okkur á í messunni með einum eða öðrum hætti á árinu sem er að líða. Í þessari klúðuryfirferð fyrir árið 2023 ætlum við að varpa ljósi á feilsporin sem stigin voru.

Nýsköpunarráðherra stuðaði ríkisstjórnina með lélegum brandara, þingmaður var handtekinn eftir dularfulla klósettferð og miðaldra karlmenn báðust afsökunar á ýmiss konar vitleysisgangi. Þetta og svo ótalmargt fleira í klúðri ársins, allt á einum stað í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Annáll 2023 - Klúður

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2023 í desember. Pólitíkin verður í forgrunni í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á miðvikudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×