Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 11:52 Lárus Heiðarsson oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Austurbrú/Vísir/Ívar Fannar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“ Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“
Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira