„Ég fyrirlít þessi stjórnvöld!“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:01 Inga Sæland er ekki ánægð með stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum. Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum.
Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira