Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi var kynnt í morgun. Vísir/Vilhelm Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira