Lífið

Glimmer, glamúr og glæsi­leiki í þrítugsafmælisferð í París

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
407021727_897248438422138_3605033680852262981_n

Helstu áhrifvaldaskvísur landisns, þær Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir, fögnuðu þrítugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Hildar Sifjar Hauksdóttur í París um helgina. 

Ferðin einkenndist af glamúr, glimmer og glæsileika þar sem kampavín, hælaskór og merkjavara var í hávegum. 

Vinkonurnar sýndu meðal annars frá því þegar þær kíktu í verslun tískurisans Chanel þar sem tekið var á móti þeim með freyðandi búbblum og makkarónum. Eftir heimsóknina virtist Sunneva Einars einu hálsmeni ríkari þar sem hún birti mynd af gripnum. 

Sunneva bar fallegt hálsmen frá Chanel.Skjáskot
Freyðandi veigar og makkarónur.Skjáskot
Vinkonurnar fóru í verslunina Chanel.Skjáskot
Bakvið tjöldin.Skjáskot
Jólaskreytingin var upp á tíu.Skjáskot

Stjarna kvöldsins

Í gærkvöldi skáluðu vinkonurnar fyrir Hildi Sif á veitingastaðnum L 'Avenue. Þær voru hver annarri glæsilegri í dökkum kjólum. Hildur Sif var án efa stjarna kvöldsins klædd hvítum síðum pallíettukjól, hvítum hælaskóm og ljósum gervipels. 

„Ég á afmæli!! Ég fagnaði 30 ára afmæli mínu í París með mínum bestu,“skrifaði Hildur Sif  við myndir af sér frá kvöldinu með rauða bollaköku í hönd.

Skálað á miðnætti.Skjáskot
Skjáskot

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá kvöldinu. 

Sigríður og Hildur Sif. Skjáskot
Glæsilegar vinkonur.Skjáskot
Skjáskot
Skjáskot
Skjáskot
Speglaskvísumynd.Skjáskot
Afmæliseftirrétturinn einfaldur og flottur.Skjáskot
Glæsileg með rauðan varalit.Skjáskot
Naut og bernaise, gerist ekki betra.Skjáskot

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×