Lífið

Björg­vin byrjaði á Harry Styles, tók síðan frum­samið lag og rauk á­fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin gæti farið langt í þessari keppni
Björgvin gæti farið langt í þessari keppni

Idolið hóf göngu sína á ný fyrir rúmlega viku og mátti þar sjá fjölbreyttan hóp tónlistarfólks spreyta sig á dómaraprufum.

Í gær var annar þátturinn í þessari seríu. Þar vakti Skagamaðurinn Björgvin athygli en þessi 22 ára tónlistarmaður mætti með gítarinn á bakinu í prufuna. Björgvin er í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst.

Hann flutti lagið Adore You með Harry Styles fyrir fram dómnefndina. Dómnefndin var augljóslega hrifin en þau báðu Björgvin samt sem áður að flytja eitthvað frumsamið.

Það má með sanni segja að Björgvin hafi slegið í gegn með kassagítarnum og silkimjúku röddina þegar hann flutti lag eftir sjálfan sig, á ensku og heillaði alla í dómnefndinni upp úr skónum eins og sjá má úr þætti gærkvöldsins hér að neðan.

Klippa: Björgvin byrjaði á Harry Styles, tók síðan frumsamið lag og rauk áfram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×