Fjölskyldumeðlimirnir nefndir á nafn í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 14:40 Harry og Meghan koma mikið við sögu í nýjustu bók Omid Scobie. Joshua Sammer/Getty Images Ný bók breska rithöfundarins Omid Scobie um konungsfjölskylduna hefur verið fjarlægð úr hillum bókaverslanna í Hollandi vegna fregna af því að í bókinni leynist nafn tveggja manneskja sem sagðar eru hafa lýst áhyggjum af húðlit sonar þeirra Meghan og Harry. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Xander, hollenskur útgefandi bókarinnar, sem ber heitið Endgame, hafi ákveðið að stöðva sölu bókarinnar „tímabundið“ vegna „villu“ sem fundist hafi í bókinni. Omid Scobie skrifar um konungsfjölskylduna í bókinni en hann hefur áður skrifað bókina Finding Freedom um þau Harry og Meghan. Forsaga málsins er sú að í sögufrægu sjónvarpsviðtali við Opruh Winfrey árið 2021 lýsti Meghan Markle því að meðlimur í konungsfjölskyldunni hefði viðrað áhyggjur sínur af því hvaða húðlit ófæddur sonur hennar yrði með. Áður hefur Oprah sjálf sagt opinberlega að ekki hafi verið um að ræða Elísabetu Bretlandsdrottningu né Filippus. Í frétt Guardian kemur fram að Omid Scobie, sem ítrekað hefur skrifað bækur um konungsfjölskylduna, hafi ekki birt nafnið í bók sinni. Þar kemur hins vegar fram að ekki hafi einungis einn meðlimur fjölskyldunnar viðrað þessar áhyggjur, heldur hafi þeir verið tveir. Einhverra hluta vegna virðast nöfn þeirra þó hafa slæðst í hollenska þýðingu af bókinni. „Bókin hefur verið þýdd á nokkrum tungumálum og því miður tala ég ekki hollensku. En ef það eru þýðingarvillur þá mun útgefandi leiðrétta þær. Ég skrifaði ensku útgáfuna. Það er engin útgáfa frá mér þar sem þessi nöfn eru birt,“ hefur miðillinn eftir Scobie. Höfundurinn skrifar í bók sinni að vegna breskra laga megi hann ekki nafngreina einstaklingana í bók sinni. Mikinn styr stóð um málið árið 2021 eftir opinberanir Meghan Markle. Vilhjálmur Bretaprins sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að konungsfjölskyldan væri alls ekki rasísk. Bretland Kóngafólk Holland Harry og Meghan Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Xander, hollenskur útgefandi bókarinnar, sem ber heitið Endgame, hafi ákveðið að stöðva sölu bókarinnar „tímabundið“ vegna „villu“ sem fundist hafi í bókinni. Omid Scobie skrifar um konungsfjölskylduna í bókinni en hann hefur áður skrifað bókina Finding Freedom um þau Harry og Meghan. Forsaga málsins er sú að í sögufrægu sjónvarpsviðtali við Opruh Winfrey árið 2021 lýsti Meghan Markle því að meðlimur í konungsfjölskyldunni hefði viðrað áhyggjur sínur af því hvaða húðlit ófæddur sonur hennar yrði með. Áður hefur Oprah sjálf sagt opinberlega að ekki hafi verið um að ræða Elísabetu Bretlandsdrottningu né Filippus. Í frétt Guardian kemur fram að Omid Scobie, sem ítrekað hefur skrifað bækur um konungsfjölskylduna, hafi ekki birt nafnið í bók sinni. Þar kemur hins vegar fram að ekki hafi einungis einn meðlimur fjölskyldunnar viðrað þessar áhyggjur, heldur hafi þeir verið tveir. Einhverra hluta vegna virðast nöfn þeirra þó hafa slæðst í hollenska þýðingu af bókinni. „Bókin hefur verið þýdd á nokkrum tungumálum og því miður tala ég ekki hollensku. En ef það eru þýðingarvillur þá mun útgefandi leiðrétta þær. Ég skrifaði ensku útgáfuna. Það er engin útgáfa frá mér þar sem þessi nöfn eru birt,“ hefur miðillinn eftir Scobie. Höfundurinn skrifar í bók sinni að vegna breskra laga megi hann ekki nafngreina einstaklingana í bók sinni. Mikinn styr stóð um málið árið 2021 eftir opinberanir Meghan Markle. Vilhjálmur Bretaprins sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að konungsfjölskyldan væri alls ekki rasísk.
Bretland Kóngafólk Holland Harry og Meghan Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira