Skildi ekkert í því af hverju hún væri ekki glöð Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2023 13:40 Sigríður Hrund opnar sig um margra ára fæðingarþunglyndi í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigríður Hrund Pétursdóttir er atvinnurekandi og fjögurra barna móðir. Hún glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug. Sigríður steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sína sögu. Hún vill að aðrir í sömu stöðu átti sig á því að fæðingarþunglyndi sé ekkert til að skammast sín fyrir. „Áður var ég alltaf glöð og þjáðist af því sem ég kalla sígleði,“ segir Sigríður en áður en eldri drengirnir komu í heiminn, tvíburastrákar, var staðan hjá þeim hjónum búin að vera nokkuð erfið. Hún útilokar því ekki að það hafi verið ákveðinn undanfari á þunglyndinu. „Við gátum ekki eignast börn og við þurftum að fara í uppsetningar og það dugði ekki til og þá förum við í glasafrjóvgun. Þeir eru tilraun þrjú og eru algjört kraftaverk. Þegar svona hlutir ganga ekki upp, það tekur á og það er ákveðin áraun. Fyrir fólk sem getur ekki eignast börn, það er þungt. Allar mínar systur eignast börn fyrir tvítugt og þarna er ég orðin þrítug. Það verður ákveðin sorg og þig langar ekki að sætta þig við það að geta ekki eignast börn. Það er auðvitað höfnun líka, hvað er að mér? Af hverju ekki ég?“ Sigríður segir að þau hjónin hafi samt sem áður neitað að gefast upp og þá komu tvíburastrákarnir. „En þá byrjar ákveðið vesen. Ég á fjögur börn en þrjár meðgöngur og ég fæ í öll skiptin lifrabilun. Það er alveg svakalegt ástand og þá færðu ofsakláða í húðina og þér líður eins og þér langi að renna húðinni af þér. Þetta er svakalegt ástand og alltaf fæ ég fæðingarþunglyndi. Það er eins og kvef, þú velur þér þetta ekki. Þetta kemur til þín og við þarna búin að bíða eftir því að eignast börn í nokkur ár og ég verð síðan tvöfalt barnshafandi og þá verður þetta svona erfitt.“ Sigríður skildi ekkert í því að hún væri ekki glöð þar sem hún væri búin að bíða svo lengi eftir því að eignast barn. Hún fékk samviskubit yfir því að vera ekki þakklátari og skildi ekki hvers vegna hún væri ekki í skýjunum. „En ég finn ekki, það er eins og það sé búið að ryksuga gleðiefni úr mér, sem er sérstök tilfinning. Boðefnin bara hverfa. Og það er vont.“ Drengirnir sem eru nítján ára í dag komu í októbermánuði og í desember var hún greind með mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. „Þær vildu leggja mig inn og þá fer maður á geðdeild og ég hugsaði bara, ekki fræðilegur. Þakka ykkur kærlega fyrir það. Ég var því bara heima með manninum mínum og fékk aðhlynningu heim,“ segir Sigríður en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á veitum Stöðvar 2. Klippa: Sigríður glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug Ísland í dag Geðheilbrigði Tengdar fréttir Formaður FKA neitar að stíga frá borði Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 16. janúar 2022 13:40 Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Áður var ég alltaf glöð og þjáðist af því sem ég kalla sígleði,“ segir Sigríður en áður en eldri drengirnir komu í heiminn, tvíburastrákar, var staðan hjá þeim hjónum búin að vera nokkuð erfið. Hún útilokar því ekki að það hafi verið ákveðinn undanfari á þunglyndinu. „Við gátum ekki eignast börn og við þurftum að fara í uppsetningar og það dugði ekki til og þá förum við í glasafrjóvgun. Þeir eru tilraun þrjú og eru algjört kraftaverk. Þegar svona hlutir ganga ekki upp, það tekur á og það er ákveðin áraun. Fyrir fólk sem getur ekki eignast börn, það er þungt. Allar mínar systur eignast börn fyrir tvítugt og þarna er ég orðin þrítug. Það verður ákveðin sorg og þig langar ekki að sætta þig við það að geta ekki eignast börn. Það er auðvitað höfnun líka, hvað er að mér? Af hverju ekki ég?“ Sigríður segir að þau hjónin hafi samt sem áður neitað að gefast upp og þá komu tvíburastrákarnir. „En þá byrjar ákveðið vesen. Ég á fjögur börn en þrjár meðgöngur og ég fæ í öll skiptin lifrabilun. Það er alveg svakalegt ástand og þá færðu ofsakláða í húðina og þér líður eins og þér langi að renna húðinni af þér. Þetta er svakalegt ástand og alltaf fæ ég fæðingarþunglyndi. Það er eins og kvef, þú velur þér þetta ekki. Þetta kemur til þín og við þarna búin að bíða eftir því að eignast börn í nokkur ár og ég verð síðan tvöfalt barnshafandi og þá verður þetta svona erfitt.“ Sigríður skildi ekkert í því að hún væri ekki glöð þar sem hún væri búin að bíða svo lengi eftir því að eignast barn. Hún fékk samviskubit yfir því að vera ekki þakklátari og skildi ekki hvers vegna hún væri ekki í skýjunum. „En ég finn ekki, það er eins og það sé búið að ryksuga gleðiefni úr mér, sem er sérstök tilfinning. Boðefnin bara hverfa. Og það er vont.“ Drengirnir sem eru nítján ára í dag komu í októbermánuði og í desember var hún greind með mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. „Þær vildu leggja mig inn og þá fer maður á geðdeild og ég hugsaði bara, ekki fræðilegur. Þakka ykkur kærlega fyrir það. Ég var því bara heima með manninum mínum og fékk aðhlynningu heim,“ segir Sigríður en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á veitum Stöðvar 2. Klippa: Sigríður glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug
Ísland í dag Geðheilbrigði Tengdar fréttir Formaður FKA neitar að stíga frá borði Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 16. janúar 2022 13:40 Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Formaður FKA neitar að stíga frá borði Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 16. janúar 2022 13:40
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59
Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16