Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 15:32 Olga Guðrún vonar að ný ljóðlína faðmi betur alla áheyrendur. Aðsend Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla. Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla.
Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira