Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. nóvember 2023 06:58 Bæjarstjórinn segist vonast til að atvinnulífið komist í gang í næstu viku. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að staðsetning og eðli upptakamynsturs skjálftans bendi til þess að hann sé tengdur flekahreyfingum. Annars hafa um 90 smáskjálftar mælst við kvikuganginn í grennd við Grindavík í nótt en ekki hefur borið á hreyfingum eins og komu rétt fyrir miðnætti í gær þegar skjálftahviða reið yfir svæðið. Íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja fá frá og með deginum í dag rýmri tíma til að vera í bænum. Nú má mæta klukkan sjö og vera til fimm en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. Fannar Jónasson bæjarstjóri segist vonast til að atvinnustarfsemi geti hafist að nýju í bænum í næstu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að rekstraraðilar séu að meta ástandið og að ef allt gengur að óskum geti vinnsla í bænum hafist í smáum stíl í næstu viku. Hann segisr svo gera ráð fyrir því að með tímanum bætist þjónustustarfsemi og önnur starfsemi við. Uppfært: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu nú í morgun. „Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 22. nóvember 2023 er enn í gildi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Á það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir verða áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður. Opið verður fyrir íbúa og þá sem reka atvinnustarfsemi í bænum frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Unnið er að því að meta stöðu á lagnakerfi bæjarins. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi á framangreindu tímabili. Það getur til að mynda átt við um mörg fyrirtæki á hafnarsvæði Grindavíkur. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Bærinn verður svo rýmdur eftir kl. 17 daglega. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Ákveðið var að færa almannavarnastig á hættustig fimmtudaginn 23. nóvember sl. Talið er að líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur séu litlar. Land rís enn í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný um kvikuganginn undir Grindavík. Áfram eru því taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Eigendur húsa eru hvattir til þess að koma kyndingu í lag en von er á kólnandi veðri á næstunni. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi tilmælum viðbragðsaðila.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að staðsetning og eðli upptakamynsturs skjálftans bendi til þess að hann sé tengdur flekahreyfingum. Annars hafa um 90 smáskjálftar mælst við kvikuganginn í grennd við Grindavík í nótt en ekki hefur borið á hreyfingum eins og komu rétt fyrir miðnætti í gær þegar skjálftahviða reið yfir svæðið. Íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja fá frá og með deginum í dag rýmri tíma til að vera í bænum. Nú má mæta klukkan sjö og vera til fimm en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. Fannar Jónasson bæjarstjóri segist vonast til að atvinnustarfsemi geti hafist að nýju í bænum í næstu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að rekstraraðilar séu að meta ástandið og að ef allt gengur að óskum geti vinnsla í bænum hafist í smáum stíl í næstu viku. Hann segisr svo gera ráð fyrir því að með tímanum bætist þjónustustarfsemi og önnur starfsemi við. Uppfært: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu nú í morgun. „Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 22. nóvember 2023 er enn í gildi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Á það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir verða áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður. Opið verður fyrir íbúa og þá sem reka atvinnustarfsemi í bænum frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Unnið er að því að meta stöðu á lagnakerfi bæjarins. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi á framangreindu tímabili. Það getur til að mynda átt við um mörg fyrirtæki á hafnarsvæði Grindavíkur. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Bærinn verður svo rýmdur eftir kl. 17 daglega. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Ákveðið var að færa almannavarnastig á hættustig fimmtudaginn 23. nóvember sl. Talið er að líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur séu litlar. Land rís enn í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný um kvikuganginn undir Grindavík. Áfram eru því taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Grindavíkurvegur er lokaður. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og önnur matföng fyrir daginn því ekki er hægt að nálgast slíkt í bænum. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila á staðnum. Eigendur húsa eru hvattir til þess að koma kyndingu í lag en von er á kólnandi veðri á næstunni. Iðnaðarmenn og íbúar verða að störfum í húsum þar sem hitaveita er ekki í lagi. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi tilmælum viðbragðsaðila.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira