Líkur á gosi í Grindavík fari hratt þverrandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:45 Líkur á eldgosi í Grindavík eru taldar fara minnkandi. Vísir/Einar Talið er að kvikan undir kvikuganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta til. Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni þar og fara líkur á gosi hratt þverrandi með hverjum degi. Þetta kemur fram í nýrri færslu frá Eldfljalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Þar segir einnig að aflögun mælist enn við sigdalinn í Grindavík en hreyfingarnar séu mun minni en þær hafa verið. „Landris í Svartsengi heldur þó enn áfram af miklum krafti. Miðað við gang mála fyrir innskotið 10. nóvember má gera fastlega ráð fyrir því að jarðskjálftavirkni í kringum landrisið fari að aukast vegna aukinnar spennu eftir því sem það landris heldur áfram,“ segir í áðurnefndri færslu. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að sáralitlar líkur væru á því að gjósa muni í Grindavík. Mestar líkur séu á gosi við Svartsengi. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. 25. nóvember 2023 09:16 Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. 24. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu frá Eldfljalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Þar segir einnig að aflögun mælist enn við sigdalinn í Grindavík en hreyfingarnar séu mun minni en þær hafa verið. „Landris í Svartsengi heldur þó enn áfram af miklum krafti. Miðað við gang mála fyrir innskotið 10. nóvember má gera fastlega ráð fyrir því að jarðskjálftavirkni í kringum landrisið fari að aukast vegna aukinnar spennu eftir því sem það landris heldur áfram,“ segir í áðurnefndri færslu. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að sáralitlar líkur væru á því að gjósa muni í Grindavík. Mestar líkur séu á gosi við Svartsengi. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. 25. nóvember 2023 09:16 Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. 24. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Sjá meira
Heimilt að fara inn í Grindavík með flutningabíla Íbúar í Grindavík hafa í dag heimild til að fara inn í bæinn með flutningabíla. Heimildin gildir frá klukkan níu til fjögur. Í næstu viku verður boðið upp á aðstoð við flutninga. 25. nóvember 2023 09:16
Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. 24. nóvember 2023 11:59