Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 23:14 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira