Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 13:50 Í svari ráðherrans Sigurðar Inga við fyrirspurn þingmannsins segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið sé á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. Vísir/Vilhelm/Egill Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira