Innlent

Sam­veru­stund fyrir Grind­víkinga í Keflavíkurkirkju

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Séra Elínborg Gísladóttir leiðir samverustund fyrir Grindvíkinga seinna í dag.
Séra Elínborg Gísladóttir leiðir samverustund fyrir Grindvíkinga seinna í dag. Vísir/Þorgils

Séra Elínborg Gísladóttir mun leið samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju klukkan fimm í dag. Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík munu flytja ávörp.

„Eftir samveruna verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur og prestar Suðurnesja og viðbragðsaðilar Rauða krossins vera til samtals og hlustunar. Við hvetjum alla til að sýna samtöðu og mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélaginu með hvert öðru,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Þjóðkirkjunnar.

Í tilkynningunni er einnig minnt á áfallahjálparnetfang kirkjunnar afallahjalp@kirkjan.is og að hægt sé að hafa samband við prest fyrir samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.

Hægt verður að vera með í samverustundinni í gegnum beint streymi hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×