Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 12:10 Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi Stöð 2/Einar Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“ Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“
Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26
Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16