„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. nóvember 2023 19:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. „Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira