Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. nóvember 2023 20:10 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stuðning þjóðarinnar í garð Grindvíkinga hvetjandi. Stöð 2 Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira